Sá sem lengst hefur unnið hjá bænum hefur nú starfað þar í 47 ár og 444 starfsmenn eru með starfsaldur á bilinu 10-24 ár. Sigrún Björk segir að það sé afar ánægjulegt að fólk skuli sýna vinnustað sínum slíka tryggð og hún er sannfærð um að lítil starfsmannavelta margra fyrirtækja á Akureyri sé til marks um þau góðu búsetuskilyrði sem fólki eru búin á Akureyri. Hér hafi verið unnið ötullega að því að útrýma biðlistum á leikskólum, skólakerfi bæjarins sé allt í fremstu röð og möguleikar fólks til afþreyingar og útivistar séu með því besta sem þekkist á landinu öllu og þótt víðar væri leitað.
Þess má geta að einmitt í dag, 22. september, á Heiða Karlsdóttir, ritari bæjarstjóra, 25 ára starfsafmæli. Hún hefur nú starfað með Sigrúnu Björk í bráðum tvö ár en áður hefur hún unnið með bæjarstjórunum Kristjáni Þór Júlíussyni, Jakobi Björnssyni, Halldóri Jónssyni, Sigfúsi Jónssyni og Helga H. Bergs. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.