Lang flestar útstrikanir hjá Sjálfstæðisflokknum á Akureyri

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri fékk lang flestar útstrikanir í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag, samkvæmt upplýsindum Helga Teits Helgasonar fomanns kjörstjórnar. Alls voru útstrikanir hjá Sjálfstæðisflokknum 361, eða 29,59% af þeim sem kusu framboðið. Næst flestar útstrikanir voru hjá Samfylkingunni, 151, eða 16,76% af þeim sem kusu framboðið.  

Útstrikanir í kosningunum á Akureyri fóru annars þannig:

A fékk 34 útstrikanir eða 4,26% af þeim sem kusu framboðið

B fékk 47 útstrikanir eða 3,99% af þeim sem kusu framboðið

D fékk 361 útstrikanir eða 29,59% af þeim sem kusu framboðið

L fékk 123 útstrikanir eða 2,97% af þeim sem kusu framboðið

S fékk 151 útstrikanir eða 16,76% af þeim sem kusu framboðið

V fékk 35 útstrikanir eða 3,65% af þeim sem kusu framboðið.

Nýjast