Þó þessar breytingar kalli á tvöfalt skrifstofuhald, verður hér eftir sem hingað til leitast við að halda kostnaði LK vegna aðstöðu innan skikkanlegra marka. Framkvæmdastjóri er ekki ókunnugur í Búgarði, þegar hann starfaði hjá Bændasamtökum Íslands árin 2002-2005 hafði hann aðstöðu þar í húsi. Væntir hann góðs af samskiptum og samstarfi við þá sem þar starfa. Í Búgarði eru nú til húsa nokkur samtök og stofnanir. Fyrst ber að telja ráðgjafaþjónustu Búnaðarsambands Eyjafjárðar, Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga og Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga sem rekin er undir nafninu Búgarður, Bókhaldsfyrirtækið Bókvís, Byggingafulltrúi Eyjafjarðar, Ungmennasamband Eyjafjarðar, Landbúnaðarháskóli Íslands, Möðruvellir ehf og Bændasamtök Íslands. Frá 1. maí sl. bættist svo Landssamband kúabænda í þennan fríða flokk. Þetta kemur fram á vef sambandsins.