27. ágúst, 2010 - 14:42
Fréttir
Lögreglan á Akureyri framkvæmdi húsleit í iðnaðarhúsnæði í bænum í gærkvöld, vegna gruns um
landaframleiðslu. Í ljós kom að nokkuð umfangsmikil framleiðsla á landa var í gangi í húsnæðinu. Hald var lagt á 150
lítra af tilbúnum landa, 260 lítra af gambra auk tækja og tóla til landaframleiðslu svo sem eimingjartækja, umbúða og efna.
Grunur leikur á að koma hafi átt landanum í sölu. Einn maður var handtekinn vegna málsins en honum sleppt að yfirheyrslum loknum.