25. júní, 2010 - 10:26
Fréttir
Uppfærð frétt
“Já ég hef mikla trú á því að þetta verði gert,”
segir Sigurður Guðmundsson bæjarfulltrúi og árheyrarfulltrúi í bæjarráði. Á fyrsta fundi nýs bæjarráðs
í gær bar hann fram tillögu um að Ráðhústorgið yrði þökulagt í ár. Málinu var vísað til
framkvæmdaráðs. Sigurður var í forsvari þegar torgið var þökulagt í fyrsta sinn fyrir tveimur árum.
Sigurður segir að ferlið í ár sé í raun ekki mjög ólíkt því sem var í fyrra en þá sendi hann erindi til
bæjarráðs sem síðan vísaði því áfram til framkvæmdaráðs. Þá, eins og nú, var ekki
fjárveiting fyrir þessu á fjárhagsáætlun en torgið engu að síður þökulagt. Í fyrra mun kostnaðurinn hafa numið um
600-700 þúsund krónum.
Oddur Helgi Halldórsson, formaður framkvæmdaráðs segist telja mjög líklegt að farið verði í að þökuleggja torgið, en
formleg ákvörðun um slikt liggur þó ekki fyrir enn. "Við munum skoða það eftir helgina hvað þetta kostar og svona, en mér líst
vel á hugmyndina," sagði Oddur í samtali við Vikudag. Hann telur líklegt að kostnaðurin gætinumið um 700 þúsund krónum.