Kynningarfundur um breytt fyrirkomulag á sorphirðu og flokkun úrgangs

Kynningarfundur fyrir íbúa Lunda- og Gerðahverfis um breytt fyrirkomulag á sorphirðu og flokkun úrgangs í Akureyrarkaupstað verður haldinn í Lundarskóla í kvöld kl. 20.00. Fundurinn hefst strax að loknum aðalfundi hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis sem verður haldinn nú kl. 19.30 og eru íbúar hvattir til að taka frá kvöldið og mæta tímanlega.  

Formaður umhverfisnefndar bæjarins, Sigmar Arnarsson, kynnir breytt fyrirkomulag á sorphirðu og flokkun úrgangs og markmið Akureyrarkaupstaðar í flokkunar- og endurvinnslumálum, fulltrúi Gámaþjónustu Norðurlands segir frá fyrirkomulagi innleiðingar á sorphirðu og Eiður Guðmundsson fjallar um jarðgerðarstöðina Moltu. Að því loknu verða almennar umræður. Fundarstjóri er Óskar Þór Halldórsson. Sambærilegir fundir verða haldnir í öðrum hverfum bæjarins á næstu vikum og mánuðum.

Nýjast