Formaður umhverfisnefndar bæjarins, Sigmar Arnarsson, kynnir breytt fyrirkomulag á sorphirðu og flokkun úrgangs og markmið Akureyrarkaupstaðar í flokkunar- og endurvinnslumálum, fulltrúi Gámaþjónustu Norðurlands segir frá fyrirkomulagi innleiðingar á sorphirðu og Eiður Guðmundsson fjallar um jarðgerðarstöðina Moltu. Að því loknu verða almennar umræður. Fundarstjóri er Óskar Þór Halldórsson. Sambærilegir fundir verða haldnir í öðrum hverfum bæjarins á næstu vikum og mánuðum.