Nemendur kynna félagslífið, námsráðgjafi segir frá nemendavernd og einnig verður fjallað um ný framhaldsskólalög og hvað þau þýða fyrir nemendur. Nemendur þurfa ekki síst á stuðningi og hvatningu foreldra að halda og er það álit forsvarsmanna MA að þann stuðning sé auðveldara að veita þegar nokkur þekking á skólanum og starfi hans er fyrir hendi. Gert er ráð fyrir að dagskránni verði lokið kl. 16:00 og þá verði aðalfundur foreldrafélagsins.
Að lokinni dagskrá verður boðið upp á kaffi og meðlæti sem nemendur á 3ja ári reiða fram og er óhætt að lofa góðum kökum, segir í fréttatilkynningu frá MA. Að því búnu fara foreldrar/forráðamenn með umsjónarkennurum barna sinna í stofur. Þar gefst tími til að segja aðeins frá fyrstu skóladögunum, kynna INNU og fara yfir þau atriði sem foreldrar hafa áhuga á að ræða. Foreldrum gefst einnig kostur á að tala við umsjónarkennara einslega ef þörf er á. Námsefni verður til sýnis og brautarstjórar svara fyrirspurnum varðandi námsgreinar í 1. bekk. Þá er þetta einnig kjörið tækifæri til þess að skoða sig um í húsakynnum skólans.