“Kvennasöguganga” um Innbæinn á sunnudag

Á kvennréttindadaginn 19. júní verður farin "Kvennasöguganga" um Innbæinn. Gangan hefst fyrir framan Minjasafnið kl. 12 og lýkur í Lystigarðinum kl. 14. Um leiðsögn sér Guðrún María Kristinsdóttir, formaður Zontaklúbbs Akureyrar.  

Hlín Bolladóttir, bæjarfulltrúi, ávarpar göngugesti og boðið verður upp á kaffi að lokinni göngu. Bæjarbúar og gestir bæjarins eru hvattir til að mæta og upplifa hluta af sögu kvenna í Innbænum.

Nýjast