Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi ár hvert. Um 15.000 þúsund konur taka þátt á um 85 stöðum hérlendis og á 16 stöðum erlendis. Stærsta hlaupið er í Garðabæ klukkan 14, þar sem þúsundir kvenna koma saman og hlaupa. Einnig er hlaupið í Mosfellsbæ og á Akureyri klukkan 11. Nánari upplýsingar um hlaupastaði má finna á http://www.sjova.is/ eða á Facebook undir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ. Þátttakendum búðst að taka þátt í skemmtilegum leik þar sem glæsilegir vinningar eru í boði. Það eins sem þarf að gera er að fylla út umskókn á hlaupastað. Í vinning eru gjafakort að upphæð 30.000 kr. dekur og aðrir veglegir vinningar. Samstarfsaðilar Kvennahlaupsins eru: Sjóvá, Lýðheilsustöðin, Morgunblaðið, Egils kristall, Merrild og Weetabix.
Hlaupið verður á eftirtöldum stöðum í Eyjafirði og á Norðausturlandi:
Siglufjörður
Hlaupið frá Torginu kl: 11:00. Vegalengdir í boði: 2 km og 5 km. Sameiginleg upphitun fyrir hlaup. Ávaxta- og grænmetishlaðborð í lok hlaups.
Akureyri
Hlaupið frá Ráðhústorginu kl: 11:00. Vegalengdir í boði: 2 km og 4 km. Forskráning Glerártorgi, Hagkaup, Bónus og Samkaup Úrval miðvikudaginn 16.júní og föstudaginn 18.júní milli 16 og 18. Hlaupið verður frá Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri föstudaginn 18.júní kl: 10:00.
Eyjafjarðarsveit
Hlaupið frá Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2,5 km og 5 km.
Grenivík
Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni kl. 10. Vegalengd í boði: 2,5 km.
Dalvík
Hlaupið frá Sundlaug Dalvíkur kl: 11:00. Vegalengd í boði: 3 km. Forskráning í Samkaup - Úrval og í Sundlaug Dalvíkur.
Ólafsfjörður
Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni kl: 11:00. Vegalengdir í boði: 3 km - 5 km og 7 km. Forskráning í íþróttamiðstöðinni. Frítt í sund og heit súpa að loknu hlaupi.
Hrísey
Hlaupið frá Eyjabúðinni kl. 14:00.
Húsavík
Hlaupið frá Sundlaug Húsavíkur kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2 km og 4
Laugar
Hlaupið frá Húsmæðraskólanum á Laugum kl: 10:00. Vegalengdir í boði, 1 km - 2 km - 3 km - 4 km og 5 km. Frítt í sunda að loknu hlaupi.
Mývatn
Hlaupið frá Jarðböðunum við Mývatn kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 3 km- 5 km og 10 km.
Frítt í jarðböðin fyrir þátttakendur að loknu hlaupi.
Kópasker
Hlaupið frá Heilsugæslunni á Kópaskeri kl: 13:00. Vegalengdir í boði 2,5 km og 5 km. Forskráning í versluninni Bakka á Kópaskeri.
Raufarhöfn
Hlaupið frá íþróttamiðstöðinni kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 3 km - 5 km og 7 km. Forskráning í íþróttamiðstöðinni hálftíma fyrir hlaup.
Þórshöfn
Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni Ver kl: 11:00. Vegalengdir í boði: 3 km - 5 km og 7 km. Forskráning í Íþróttamiðstöðinni Ver. Frítt í sund að loknu hlaupi.