Kröfur Einingar-Iðju afhentar SGS

Eining-Iðja hefur skilað inn kröfugerðum til SGS sem samþykktar voru samhljóða á fundi samninganefndar þann 5. október sl. Um er að ræða kröfugerðir vegna almenna kjarasamningsins milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands, vegna kjarasamning SGS við samninganefnd ríkisins og kjarasamning SGS við Launanefnd sveitarfélaga. Allir þessir samningar falla úr gildi þann 30. nóvember nk.  

Helstu atriði í næstu samningum eru:

1.          Auka kaupmátt launa.

2.          Hækka lægstu taxta umfram önnur laun.

3.          Samið verði um kauphækkanir í krónutölu.

4.          Halda áunnum réttindum milli vinnustaða.

5.          Orlofsréttindi miðist við lífaldur.

6.          Samningur til skamms tíma

7.          Auka bil á milli launaflokka og þrepa.

8.          Launagreiðsla til trúnaðarmanna vegna starfa þeirra.

9.          Nýtt starfsaldursþrep eftir 10 ára starf.

10.       Hækka orlofs- og desemberuppbætur.

11.       Hækka viðmiðunaraldur vegna veikinda barna

Kröfur á ríkið:

1.          Hækka skattleysismörkin.

2.          Lækka skattprósentu á laun undir 250.000

Nánar er fjallað um kröfurnar á vef Einingar-Iðju, ein.is

Nýjast