Kristján Þór kynnir áform sín í forystukjöri í Sjálfstæðisflokknum

Kristján Þór Júlíusson alþingismaður hefur  boðað til blaðamannafundar í Vaðlaheiði í dag, á útsýnispalli gegnt Akureyri, þar sem hann mun kynna áform sín í forystukjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer á landsfundi flokksins þann 29. mars  nk. Kristján Þór  mun jafnframt kynna meginforsendur ákvörðunar sinnar á fundinum.  

Sjálfstæðisflokkurinn er breiður flokkur með sterka lýðræðishefð og því  eðlilegt að flokksmenn  geti valið milli mismunandi kosta við kjör forystu. Þar á enginn að eiga neitt gefið, segir Kristján Þór m.a. í fundarboði til fjölmiðla.

Nýjast