Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri hjá Samherja borgar lang mest Akureyringa í útsvar í ár eða tæpar 15 milljónir króna samkvæmt álagningarskrá sem lögð var fram í gær. Þetta þýðir að Kristján er jafnframt launhæsti bæjarbúinn með um 9,4 milljónir á mánuði að meðaltali. Jóhannes Jónsson, í Bónus, sem greiðir útsvar í Svalbarðsstrandarhreppi er er næst launahæsti maðurinn á svæðinu með rúmar 8,2 milljónir í útsvar og 5,1 milljón í laun á mánuði. Þetta kemur fram í lista yfir rúmlega 100 tekjuhæstu Akureyringana sem birtur er í Vikudegi í dag.
Vegna misskilnings sem rekja má til nýs skatts, auðlegðarskatts, sem settur var í sama dálk í álagningarlistanum og útsvarið misreiknast útsvarið hjá sjö einstaklingum í lista Vikudags og þeir sagðir með hærra útsvar og þar af leiðandi hærri tekjur en raunin er. Réttar tekjur og rétt útsvar þessara einstaklinga er eftirfarandi:
Bjarni Bjarnason, Lerkilundi 30 greiðir 3.484.280 kr. í útsvar (2186 þús á mán.)
Guðjón B. Steinþórsson, Eikarlundi 6 greiðir 2.195.027 kr. í útsvar (1377 þús á mán.)
Jóhannes Jónsson, Hrafnabjörgum, greiðir 8.221.117 kr. í útsvar (5159 þús á mán.)
Kolbrún Ingólfsdóttir, Kolgerði 3 greiðir 7.013.937 kr. í útsvar (4401 þús á mán.)
Kristján Vilhelmsson, Kolgerði 3 greiðir 14.980.576 kr. í útsvar (9400 þús á mán.)
Steingrímur H Pétursson, Háhlíð 14, greiðir 2.099.405 kr. í útsvar (1317 þús á mán.)
Þorsteinn Már Baldvinsson, Barðstúni 7, greiðir 3.486.704 kr í útsvar (2188 þús á
mán.)
Er þetta fólk beðið innilega afsökunar á þessum mistökum.