Kjörsókn á Akureyri náði ekki 30% eins og fram hefur komið en þar var kjörsókn 29,31%. Kosningaþátttaka á landinu öllu var 36,77%, alls kusu 83.576 en á kjörskrá voru 232.374. Í einstökum kjördæmum landsins var kosningaþátttakan minnst í Suðurkjördæmi, eða 29,2% og næst minnst í Norðausturkjördæmi, 30,46%. Í Norðurvesturkjördæmi var kosningaþátttakan 32,71% en mest var þátttakan í Reykjavík-suður, eða 41,15%.
Landkjörstjórn mun á morgun birta tilkynningu um hvenær þess er að vænta að talningu ljúki og úrslit verða birt.