Kortlögð verði gönguleið sem hentar eldri borgurum

Á síðasta fundi framkvæmdaráðs Akureyrar var tekið fyrir erindi frá Unni Pétursdóttur sjúkraþjálfara M.S. og formanni Norðurlandsdeildar FÍSÞ, um að kortleggja um 1 km gönguleið, sem hentar eldri borgurum og öðrum sem lakir eru til gangs. Tryggt verði að ekki verði meira en 250-300 metrar á milli bekkja til að sitja á.    

Akureyrarbær sjái um uppsetningu bekkjanna og viðhald þeirra auk sjómoksturs og hálkuvarna.  Fyrirtæki og félagasamtök geti hins vegar komið að kaupum á bekkjunum. Framkvæmdaráð samþykkti erindið og var deildarstjóra framkvæmdadeildar falið að ræað við formann Norðurlandsdeildar FÍSÞ.

Nýjast