Kornskurði er lokið í Svarfaðardal

Kornskurði í Svarfaðardal lokið á þessu hausti. Kornrækt hefur aukist ár frá ári í dalnum, hún hófst fyrir fimm árum þegar þrír bændur ræktuðu korn á um sex hekturum lands. Í sumar voru hins vegar ellefu bændur með korn á um 85 hekturum, og ljóst að fleiri bætast í hópinn að vori.  

Uppskera sumarsins er  um 6 tonn af fullþurrkuðu korni á hvern hektara, og heildaruppskera í Svarfaðardal því um 500 tonn, sem er mjög góð búbót, þar sem kornið kemur að hluta til í staðinn fyrir innfluttan, rándýran fóðurbæti. Verð á kjarnfóðri og kornvöru hingað til lands hefur hækkað um nálægt 100% á einu ári. Við slíkar aðstæður er kornræktin góður valkostur. Seint var sáð í vor, en hagstæð veðrátta í sumar bjargaði sprettunni.

Nýjast