Konur eru fleiri en karlar á Akureyri

Heldur fleiri konur en karlar búa á Akureyri, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þann 1. desember sl. voru 8.754 konur búsettar á Akureyri en 8.499 karlar.  

Þann 1. desember sl. voru íbúar á Akureyri 17.253 og hafði þeim fjölgað um 431 á milli ára, eða um 2,5%. Frá 2. desember 2006 til 1. desember 2007 fæddist 261 barn en 103 bæjarbúar létust. Á síðustu 10 árum hefur íbúum fjölgað um 2.160 eða um 216 að meðaltali á ári.

Samkvæmt hreyfingaskrá voru brottfluttir 1.107 en aðfluttir til bæjarsins 1.380 og voru aðfluttir umfram brottflutta 273. Flutningar innan bæjarsins voru 2.527 á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu Akureyrarbæjar 2007.

Nýjast