Kona var flutt á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu um klukkan hálf tvö í dag. Áreksturinn var nokkuð harður. Konan sem slasaðist var ein í bílnum en ökumaður hins bílsins slapp ómeiddur. Báðir bílarnir skemmdust hins vegar mikið og voru óökufærir.