Kolbeinn Höður Gunnarsson frá UFA vann þrenn gullverðlaun á Silfurleikum ÍR í frjálsum íþróttum sem haldið var í Laugardagshöllinni sl. helgi. Mótið er eitt það fjölmennasta sinnar tegundar hér á landi og er ætlað fyrir 16 ára og yngri. Alls voru 543 keppendur í ár.
Kolbeinn Höður sigraði í öllum þremur greinunum sem hann tók þátt í en þær voru 200 m hlaup, 60 m grindahlaup og 60 m hlaup. Einnig keppti Ásgerður Jana Ágústsdóttir frá UFA á mótinu með fínum árangri. Hún varð í fjórða sæti í kúlu og í 5-7. sæti í hástökki.