Kolbeinn Höður vann fjórfalt á MÍ í frjálsum íþróttum

UFA og UMSE unnu til fjölda Íslandsmeistaratitla á Meistaramóti Íslands 15- 22 ára í frjálsum íþróttum, sem haldið var í Kaplakrika í Hafnarfirði sl. helgi. Hátt í 200 keppendur frá 16 félögum tóku þátt á mótinu.

UFA vann til alls ellefu Íslandsmeistaratitla og vann Kolbeinn Höður Gunnarsson fjóra af þeim. Hjá UMSE komu þrír Íslandsmeistaratitlar í hús.

Nánar verður fjallað um árangur keppenda UFA og UMSE í Vikudegi nk. fimmtudag.

Nýjast