Kertafleytingar í Innbænum

Fjöldi fólks var við kertafleytingu í Innbænum á Akureyri í gærkvöld þar sem fórnarlamba þeirra sem létust í kjarnorkusprengingunum í Japan í lok seinni heimsstyrjaldarinnar var minnst. Það var samstarfshópur um frið sem stóð að kertafleytingunni á Leirutjörn en kertum hefur verið fleytt á Akureyri frá 1998.  

Með kertafleytingunni leggur fólk áherslu á kröfu sína um friðsaman heim án kjarnorkuvopna. Um er að ræða hefð sem upprunnin er í Japan, en kertafleytingar af þessu tagi fara fram víða um lönd í ágúst ár hvert.

Nýjast