Von er á 200 keppendum á Þrekmeistarann sem fram fer í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Keppni hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 18:00.
Keppt verður í einstaklingsflokki karla og kvenna, tvenndarkeppni og liðakeppni karla og kvenna. Keppendur þurfa að fara í gegnum alls 10 keppnisgreinar, sem reyna bæði á þol og styrk, á sem stystum tíma.