Keppendur frá Bílaklúbbi Akureyrar voru sigursælir á Bíladögum sem haldnir voru á Akureyri um helgina. Í Burn- Out keppninni var það Halldór Haukur Haraldsson sem sigraði en hann sigraði einnig í trukkaflokki í götuspyrnunni.
Þá sigraði Guðmundur Guðlaugsson í flokki 800 ccc mótorhjóla og Kristján Skjóldal í flokki 8 cyl. Í keppni í drift var það Fannar Þ. Þórhallsson sem sigraði með 142 stig.
Fjallað er ítarlega um Bíladagana í Vikudegi á morgun.