KEA og fleiri fjárfestar kaupa Hafnarstræti 98

KEA hefur, ásamt fleiri fjárfestum, fest kaup á Hafnarstræti 98. Fyrri eigendur hússins höfðu áformað niðurrif á því þegar húsafriðunarnefnd friðaði húsið síðasta haust og hefur nokkur umræða um húsið fylgt í kjölfarið. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, segir markmiðið að ráðast strax í endurbætur á húsinu og koma því í upphaflegt horf samhliða því sem möguleikar á viðbyggingu verða skoðaðir. Fyrirhugað er að húsnæðið verði innréttað sem skrifstofuhúsnæði.

Nýjast