Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp á rúmar 44,1 milljón króna. Stálborg átti næst lægsta tilboð, tæpar 38,2 milljónir króna, sem er rúmlega 86% af kostnaðaráætlun. Ístak átti þriðja lægsta boð, rúmar 43,6 milljónir króna, eða tæplega 99% af kostnaðaráætlun en önnur tilboð voru yfir kostnaðaráætlun. Lagnavinnu og byggingu rafmagns- og vatnshúss skal lokið 10. desember nk. og verkinu í heild eigi síðar en 30. apríl á næsta ári.