12. ágúst, 2008 - 09:06
Fréttir
KA og Þór verða bæði í eldlínunni í kvöld þegar 16. umferð 1. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu
fer fram. KA- menn fá Njarðvíkinga í heimsókn á Akureyrarvöll en Þórsarar halda suður á bóginn og mæta Stjörnunni
á Stjörnuvelli.
Leikurinn á Akureyrarvelli í kvöld hefst kl. 19:15 og eru allir hvattir til að mæta á völlinn og styðja við bakið á strákunum.
Leikur Þórs og Stjörnunnar hefst kl. 18:30.