KA og Stjarnan mætast í oddaleik í kvöld

KA og Stjarnan mætast í kvöld kl.19:00 í KA-heimilinu í oddaleik um hvort liðið mun etja kappi við Þrótt R. um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Norðanmenn unnu fyrsta leik liðanna á fimmtudagskvöld 3-2 á Akureyri en Stjarnan svaraði fyrir sig í Garðabæ með því að sigra 3-2 einnig. Ef mið er tekið af fyrri viðureignum liðanna er óhætt að lofa spennuleik í kvöld í KA-heimilinu og eru blakáhugamenn hvattir til a fjölmenna og styðja við bakið á KA-mönnum.

Nýjast