KA mætir toppliði ÍBV á Akureyrarvelli í kvöld þegar 18. umferð 1. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu hefst. Eyjamenn hafa verið á toppnum í deildinni nánast allt tímabilið og stefna hraðbyri upp í Landsbankadeildina næsta sumar.
Það verður því við ramman að reipa fyrir KA- menn í kvöld en Eyjamenn hafa aðeins tapað tveimur leikjum það sem af er sumri. Leikurinn í kvöld hefst kl. 18:30 og er sem fyrr segir á Akureyrarvelli.
Nánar í Vikudegi sem kemur út í dag.