23. október, 2010 - 19:04
Fréttir
Þróttur Reykjavík vann óvæntan 3:0 sigur á KA í dag er liðin mættust í KA-heimilinu 1. deild karla í blaki.
Þróttur vann fyrstu tvær hrinurnar naumlega, 26:24 og 25:23 en þá síðustu nokkuð örugglega, 25:17. Það gekk hins vegar betur hjá
KA í 1. deild kvenna sem einnig mætti Þrótti Reykjavík í KA-heimilinu og var öllu meiri spenna í þeim leik.
Þróttur R. vann fyrstu lotuna 26:24 en KA vann þá næstu sannfærandi 25:17 og einnig þá þriðju 25:23. Þróttur jafnaði
metin í 2:2 með sigri í fjórðu hrinu, 25:23. KA vann hins vegar fimmtu og úrslitahrinuna 15:9 og þar með leikinn 3:2.