KA á Alþjóðlegt handboltamót

Hið Alþjóðlega handboltamót Partille Cup fer fram í Svíþjóð dagana 2. – 6. júlí en þetta er í 39. sinn sem mótið er haldið. Þetta er jafnframt vinsælasta unglingamót um allan heim sem haldið er í dag. Þar eru samankomin yfir um 15. 000 handboltafólk á öllum aldri frá 50 löndum. Á mánudaginn var hélt 4. flokkur KA, bæði drengir og stúlkur, á mótið með 47 unglinga innanborðs en það hefur verið venjan hjá félaginu að fara annað hvert ár.

 

Í bæði karla- og kvenna flokki verða þrjú lið og því verða alls sex lið frá KA sem spila á mótinu. Það sem gerir þetta mót eftirminnilegt er að leikið er utanhúss á gervigrasvöllum og er mótið því afar skemmtileg reynsla fyrir krakkana.

Nýjast