Fóðurblandan er þegar með einn starfsmann hér á svæðinu við þjónustu á mjaltaþjónum og mjáltakerfum. K2M á Akureyri hafa einnig veitt slíka þjónustu, gert út viðgerðabíl og selt varahluti fyrir mjaltakerfi. Bústólpi sem sölu- og umboðsaðili mun bjóða bændum á svæðinu að gera þjónustusamninga um viðhald á mjaltabúnaði. Slíkir samnningar fela í sér sérstök kjör á varahlutum og rekstrarvörum frá DeLaval ásamt viðgerðavinnu. K2M tekur að sér með samstarfssamningi við Bústólpa að framkvæma þjónustuskoðanir og sinna viðhaldi á mjaltakerfum fyrir Bústólpa. K2M hafa með góðum árangri sinnt þeirri vinnu um árabil og hafa á að skipa góðum manni til þeirra verka. Frá sama tíma hættir K2M sölu DeLaval varahluta og hefur Bústólpi keypt þeirra lager af þeim varahlutum. Sala K2M á varahlutum fyrir búvélar verður áfram að Gleráreyrum og viðgerðaþjónusta að Draupnisgötu 6, segir í fréttatilkynningu.