Jólastemmning á Græna hattinum

Söngvaskáldin Ragnheiður Gröndal, Kristjana Stefáns og Svavar Knútur byrja helgina á Græna hattinum.
Söngvaskáldin Ragnheiður Gröndal, Kristjana Stefáns og Svavar Knútur byrja helgina á Græna hattinum.

Söngvaskáldin Ragnheiður Gröndal, Kristjana Stefáns og Svavar Knútur koma fram á Græna hattinum í kvöld, fimmtudaginn 4. desember og halda sína árlegu jólatónleika undir yfirskriftinni Eitthvað fallegt. Tónleikarnir heita eftir samnefndri hljómplötu þeirra sem kom út hjá Dimmu útgáfu árið 2014.

Á tónleikunum kennir ýmissa grasa úr jólagarðinum, bæði verða flutt sígild íslensk jólalög og frumsamin eftir listafólkið og er áherslan lögð á látleysi, einfaldleika og einlægni í flutningi. Allur hljóðfæraleikur er í höndum tríósins og er hljóðheimnum þannig haldið eins lágstemmdum og mögulegt er. Ragnheiður, Kristjana og Svavar leggja uppúr því að stemmningin á tónleikunum verði líkust kvöldvöku eða góðri samverustund. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.

Tónleikar Prins Jóló verða haldnir á Græna hattinum föstudagskvöldið 6. desember en í för með Prinsinum verða Benedikt Hermann Hermannsson og Björn Kristjánsson. „Saman ætla þeir að leika skástu lög Prinsins í hátíðlegum útgáfum og dusta rykið af nokkrum þolanlegum jólalögum úr eigin smiðju. Taktu föstudagskvöldið frá til að eiga heilaga stund með hirðinni,“ segir um tónleikana. Tónleikarnir hafjast kl. 22.00.

The Vintage Caravan halda uppi fjörinu á Græna hattinum laugardagskvöldið 7. desember. „Strákarnir verða nýkomnir af þriggja vikna tónleikaferðalagi með Sænsku rokkrisunum úr Opeth og verða í fanta spilaformi. Hljómsveitin lofar góðu stuði og mun leika efni af öllum fjórum breiðskífum sínum og jafnvel leika glænýtt lag eða tvö,“ segir um tónleikana. Dead Coyote hitar upp og hefjast tónleikarnir hefjast kl.22.00

 


Athugasemdir

Nýjast