Jóhann Helgi í eins leiks bann

Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður meistaraflokks Þórs, hefur verið úrskurðaður í eins leiks keppnisbann af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Jóhann verður því í banni þegar Þór sækir Gróttu heim næstkomandi laugardag í 1. deildinni.

Þá voru þeir Garðar Marvin Hafsteinsson og Ægir Svanholt Reynisson, leikmenn 3. deildar liðs Draupnis, dæmdir eins leiks bann hvor.

Nýjast