Jöfnunarsjóður veitir framlög til stjórnsýslumála í Hörgársveit

Jöfnunarsjóður veitir framlög til stjórnsýslumála í Hörgársveit vegna sameiningar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar fyrr á árinu. Um er að ræða framlög vegna úttektar á húsnæði Þelamerkurskóla, ráðningar menningar- og tómstundafulltrúa, ráðningar starfsmanns þjónustumiðstöðvar og úttekar á sviði atvinnumála.  

Þetta kom fram á síðasta fundi sveitarstjórnar Hörgársveitar. Á fundum var einnig rætt um undirbúning þess að leigja og/eða selja verksmiðjubyggingar sveitarfélagsins á Hjalteyri. Sveitarstjórn samþykkti að haldinn verði almennur fundur þann 3. nóvember 2010 um nýtingu á verksmiðjubyggingum sveitarfélagsins á Hjalteyri.

Jafnframt var á fundi sveitarstjórnar rætt um undirbúning að ráðningu starfsmanns til að sinna menningar-, tómstunda- og atvinnumálum. Sveitarstjórn samþykkti að auglýst verði eftir menningar- og atvinnumálafulltrúa fyrir sveitarfélagið.

Nýjast