Jafntefli hjá KA- mönnum í gærkvöld

KA- menn sóttu KS/Leiftur heim í gærkvöld í 17. umferð 1. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Ekkert mark var skorað á Siglufjarðarvelli og niðurstaðan því markalaust jafntefli.

Eftir leikinn hafa KA- menn 23 stig og eru í fimmta sæti deildarinnar. Þór verður í eldlínunni í dag þegar liðið fær Víking Ó. í heimsókn. Leikurinn er á Akureyrarvelli og hefst kl. 14:00.

Nýjast