Þór og ÍA gerðu í kvöld 1:1 jafntefli á Akranesvelli á Íslandsmótinu í 1. deild karla í knattspyrnu. Atli Sigurjónsson kom Þór yfir eftir fimm mínútna leik með marki úr aukaspyrnu en Andri Júlíusson jafnaði metin fyrir ÍA um miðjan seinni hálfleikinn. Eftir fimm umferðir hefur Þór átta stig í fimmta sæti deildarinnar en ÍA hefur tvö stig í næst neðsta sæti.