Draupnir og Magni gerðu 2:2 jafntefli á Íslandsmótinu í D- riðli 3. deildar karla í knattspyrnu sl. laugardag. Símon Símonarsson og Ægir Svanholt Reynisson skoruðu mörk Draupnis í leiknum en fyrir Magna skoruðu þeir Hreggviður Heiðberg Gunnarsson og Kristján Fannar Ragnarsson.
Dalvík/Reynir heldur sigurgöngu sinni áfram í riðlinum en liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína, nú síðast Einherja 3:0 á Vopnafjarðarvelli sl. föstudag. Mörk Dalvíkur/Reynis í leiknum skoruðu þeir Gunnar Magnússon, Viktor Jónasson og Hermann Albertsson.
Dalvík/Reynir trónir á toppi riðilsins með níu stig, en Draupnir og Magni hafa fjögur stig í öðru og þriðja sæti.