Íþróttafélagið Fjörður sigraði á bikarmóti í sundi

Vel heppnað bikarmót Íþróttsambands fatlaðra fór fram í Sundlaug Akureyrar sl. helgi í umsjón Sundfélagsins Óðins, þar sem 60 keppendur voru skráðir til leiks frá fjórum aðildarfélögum ÍF.

Lokastigaröð mótsins urðu þau að Íþróttafélagið Fjörður sigraði með 12.299 stig og varð bikarmeistari í þriðja sinn í röð. Óðinn hafnaði í öðru sæti með 6.906 stig, ÍFR í því þriðja með 6.594 stig og Ösp rak lestina í fjórða sæti með 2.711.

Nýjast