U18 ára karlalandsliðið í handbolta sigraði Belgíu í gær, 33:24, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM sem fram fer þessa dagana í Belgíu. Ísland hafði fimm marka forystu í hálfleik, 15:10.
Sveinn Aron Sveinsson var markahæstur í liði Íslands með 7 mörk, Guðmundur Hólmar Helgason skoraði 6 mörk, Arnar Birkir Hálfdánarson 5 mörk og Geir Guðmundsson kom næstur með 4 mörk.
Ísland er í riðli með Belgíu, Noregi og Úkraínu. Næsti leikur liðsins er gegn Úkraínu í dag og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma. Tvö efstu liðin tryggja sér þátttöku á EM.