Íslenski safnadagurinn er á sunnudag

Íslenski safnadagurinn er á sunnudaginn og af því tilefni bjóða söfn á Akureyri fólk velkomið á sýningar sínar án endurgjalds. Söfnin sem hér um ræðir eru; Minjasafnið, Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Sigurhæðir og Davíðshús. Í Grýtubakkahreppi verður ýmislegt í boði á íslenska safnadaginn.  

Í Gamla bænum í Laufási hefst dagskrá kl. 13.30 með fjölskyldustund í kirkjunni og kjölfarið geta gestir upplifað lífið á 19. öld í burstabæ. Í Útgerðarsafninu á Grenivík geta gestir fengið að prófa að beita og smakka rifna þorskhausa. Húsdýragarðurinn Hléskógum er opinn daglega frá kl. 13-17 og hjá Pólar Hestum er hægt að bregða sér á bak.

Nýjast