Íslenski ólympíuhópurinn lagður af stað út

Íslenski landsliðshópurinn sem keppir á fyrstu Ólympíuleikum ungmenna hélt af stað í gær til Singapore þar sem leikarnir fara fram. Sex keppendur frá Íslandi taka þátt, allt sundmenn. Bryndís Rún Hansen frá Sundfélaginu Óðni er á meðal keppenda. Bryndís keppir í fjórum greinum, 200 m fjórsundi þann 15. ágúst, 100 m skriðsundi þann 16. ágúst, 50 flugsundi 17. ágúst og 100 m flugsundi þann 19. ágúst.

 

Aðrir sundmenn sem keppa fyrir Íslands hönd eru Anton Sveinn Mackee Ægi, Hrafn Traustason SH, Inga Elín Cryer ÍA, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir SH og Karen Sif Vilhjálmsdóttir Ægi.

Hópurinn heldur svo heim á leið þann 28. ágúst.

Nýjast