18. mars, 2008 - 09:30
Fréttir
Í kvöld fer fram síðasta umferðin í Iceland Express deild karla í körfubolta og þá taka Þórsarar á móti
nýbökuðum bikarmeistum Snæfells í íþróttahúsi Síðuskóla kl. 19.15. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir heimamenn
í Þór en með sigri tryggja þeir sér 8. sætið í deildinni sem gefur þeim keppnisrétt i úrslitakeppninni um
Íslandsmeistaratitilinn. Íslensk verðbréf hafa ákveðið að leggja körfuknattleiksdeild Þórs lið með því að
bjóða öllum frítt á leikinn. Þór, Tindastóll og Stjarnan berjast um áttunda og síðasta sætið í
úrslitakeppninni.
Þór er með 18 stig í 8. sæti deildarinnar og með sigri á Snæfelli í kvöld er liðið öruggt í úrslitakeppnina. Ef
Snæfell vinnur þurfa Þórsarar að stóla á að Hamar vinni ÍR og Tindastóll leggi Stjörnuna. Þá væru
Þór, ÍR og Tindastóll öll með 18 stig en Tindastóll sæti eftir í 9. sæti deildarinnar. Með því að bjóða
Akureyringum og nærsveitamönnum á völlinn í kvöld vilja Íslensk verðbréf leggja sitt af mörkum til þess að Þórsarar
nái markmiði sínu með góðum stuðningi áhorfenda.