Íslensk þjóðlög á tónleikum Þórarins Stefánssonar

Áður óflutt verk Sveinbjörns Sveinbjörnssonar verða meðal efnis á tónleikum Þórarins Stefánssonar píanóleikara sem fram fara víðs vegar um Norðurland næstu vikurnar. Á tónleikunum verða flutt íslensk þjóðlög í fjölbreyttum útsetningum og önnur verk samin út frá þjóðlögum.  

Efnisskráin spannar eina öld í íslenskri tónlistarsögu enda eru elstu verkin eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson en þau yngstu samin árið 2009 af Tryggva M. Baldvinssyni og Oliver Kentish. Verk Olivers var pantað sérstaklega fyrir útgáfu geisladisks sem væntanlegur er á markað með svipaðri efnisskrá. Verkið verður frumflutt á tónleikunum. Önnur tónskáld sem eiga verk á efnisskránni eru Karl O. Runólfsson, Dr. Hallgrímur Helgason, Karólína Eiríksdóttir, Ríkarður Örn Pálsson og Hafliði Hallgrímsson.
Á tónleikunum fjallar Þórarinn stuttlega um verkin og setur þau í sögulegt samhengi.
FRÓN tónlistarfélag stendur fyrir tónleikunum í samstarfi við sveitarfélög á Norðurlandi með styrk frá Meninngarráði Eyþings, Bústólpa og Tónlistarsjóði.
 
Dagskrá tónleikaferðar:
 
Dalvík / Berg menningarhús ~ laugard. 30. Okt. Kl. 15.00
Þingeyjarsveit / Þorgeirskirkja ~ sunnud. 31. Okt. Kl. 15.00
Langanesbyggð / Þórshafnarkirkja ~ laugard. 6. Nóv. Kl. 18.00
Mýtvanssveit / Reykjahlíðarkirkja ~ sunnud. 7. Nóv. Kl. 15.00
Norðurþing / Skólahúsið Kópaskeri ~ laugad. 13. Nóv. Kl. 15.00
Eyjafjarðarsveit / Tónlistarhúsið Laugarborg ~ sunnud. 14. Nóv. Kl. 15.00
 
Aðgangur að tónleikum kostar kr. 1.000,- Ókeypis fyrir tónlistarnema og börn yngri en 12 ára

Nýjast