Það gekk ekki sem skyldi á svellinu hjá The Wise Guys á 25 ára afmælismóti Tårnby krulluklúbbsins í Danmörku um helgina. Liðið tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum en vann lokaleik sinn á mótinu og endaði í 37. sæti af 44 liðum.
Það voru þeir Árni Arason, Haraldur Ingólfsson, Jón Grétar Rögnvaldsson og Jónas Gústafsson frá Skautafélagi Akureyrar sem skipuðu liðið.