Iðkendur körfuknattleiksdeildar Þórs verðlaunaðir

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Þórs hélt lokahóf fyrir iðkendur sl. laugardag, þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir þá sem staðið hafa upp úr á nýliðnum vetri. Veittar voru viðurkenningar fyrir besta leikmann, mestu framfarir og bestu ástundun í hverjum flokki.

Viðurkenningar hlutu eftirfarandi:

7.-10.  flokkur kvenna

Besta ástundun : Ragnheiður Hermannsdóttir og Eir Andradóttir

Mestu framfarir: Svava Daníelsdóttir

Bestu leikmenn: Gréta Ottósdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir

7. -8. flokkur karla

Besti leikmaðurinn: Einar Bjarki Stefánsson

Mestu framfarir: Árni Þórður Magnússon

Besta ástundun: Hákon Arnar Sigurðsson

9. flokkur karla

Besti leikmaður: Tryggvi Unnsteinsson

10. flokkur karla

Besti leikmaður: Stefán Karel Torfason.

Mestu framfarir: Almar Valdimarsson

Besta ástundun: Páll Hólm Sigurðarson.

Drengjaflokkur

Besti leikmaðurinn: Sindri Davíðsson

Mestu framfarir: Arnar Heimisson

Besta ástundun: Sindri Davíðsson

Að lokum var nýkrýndur Norðurlandameistari með landsliði Íslands U-16 ára í körfubolta Stefán Karel Torfason kjörin efnilegasti leikmaður yngri flokka Þórs.

Nýjast