Félagið leitar að duglegu og samviskusömu fólki í störf flugliða. Umsækjendur þurfa að hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun, tala ensku, Norðurlandamál og geta bjargað sér á þriðja tungumálinu. Flugliðar Iceland Express fást við fjölbreytt og skemmtileg verkefni í líflegu starfsumhverfi. Iceland Express hyggst bæta við fjölmörgum nýjum áfangastöðum í Evrópu næsta sumar, auk þess sem flogið verður til New York, Chicago, Boston og Winnipeg, segir í fréttatilkynningu.