Iceland Express með flugfreyju- viðtöl í Hofi á morgun

Iceland Express  verður með atvinnuviðtöl í Hofi á Akureyri á morgun, föstudag, milli klukkan  10.00 og 15.00. Um er að ræða störf flugliða og þurfa viðkomandi ekki að hafa sótt um fyrirfram.   Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Hof á þeim tíma.  Gott er að hafa ferilskrá meðferðis. Framundan eru spennandi tímar hjá Iceland Express.   

Félagið leitar að duglegu og samviskusömu fólki í störf flugliða.  Umsækjendur þurfa að hafa  stúdentspróf eða sambærilega menntun, tala ensku, Norðurlandamál og geta bjargað sér á þriðja tungumálinu.  Flugliðar Iceland Express fást við fjölbreytt og  skemmtileg verkefni í líflegu starfsumhverfi. Iceland Express hyggst bæta við fjölmörgum nýjum áfangastöðum í Evrópu næsta sumar, auk þess sem flogið verður til New York,  Chicago, Boston og Winnipeg, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast