17. ágúst, 2010 - 15:19
Fréttir
Íbúum á Norðurlandi eystra hefur fjölgað um 103 frá því á sama tíma í fyrra og nemur fjölgunin um 0,4 prósent,
samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Þann 1. júlí í fyrra voru íbúar Norðurlands eystra alls 28.966 en 1. júlí
í ár voru þeir 29.069.
Landsmönnum fækkar um 0,4 prósent, í fyrra voru þeir 319.246 en í ár 318.006. Íbúum hefur fækkað í öllum
landshlutum, að Norðurlandi eystra undanskildum. Mest varð fækkunin á Suðurnesjum eða um 1,6 prósent.