Íbúðalánasjóður styrkir útskriftarnema í byggingariðngreinum

Íbúðalánasjóður veitti nú í vor eins og undanfarin tvö ár meistaranemum í byggingariðnaði styrki fyrir góðan námsárangur. Styrkirnir eru veittir í tilefni af 50 ára afmæli húnsæðislána hér á landi. Styrkirnir fóru til nema sem útskrifuðust sem meistarar í byggingariðngreinum. Styrkjunum var úthlutað samkvæmt ábendingum frá skólameisturum viðkomandi skóla. Heildarfjárhæð styrkjanna var 500.000 kr. og skiptist milli nemendanna. Styrki Íbúðalánasjóðs hlutu að þessu sinni Arnar Sigurbjörnsson og Ivica Gregoric í Iðnskólanum í Reykjavík, Garðar Már Garðarsson og Sigurður Fannar Sigurjónsson í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, Gísli Jóhann Sigurðsson, Björgvin Björgvinsson, Jóhannes Guðmundur Vilbergsson og Sigurður Ingvarsson í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Haukur Freyr Reynisson, Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Nýjast