18. mars, 2008 - 18:31
Fréttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ undirrituðu í dag samning þar sem
Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands er falin umsjón og umsýsla með Ferðasjóði íþróttafélaga. Alls
var í dag úthlutað 30 milljónum króna úr ferðasjóðnum fyrir síðasta ár og þar af komu 8,2 milljónir króna
í hlut Íþróttabandalags Akureyrar. Sigfús Ólafur Helgason formaður Þórs og fyrrverandi varaformaður ÍBA sagði að
þetta væri mikill gleðidagur og ein stærsta stund í sögu íþróttafélaga á landsbyggðinni.
Á fundi ríkisstjórnar Íslands í mars 2007 var samþykkt að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga
innan vébanda ÍSÍ til að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnastarf, í samræmi við tillögur nefndar sem
menntamálaráðherra fól að fjalla um ferðakostnað íþróttafélaga. Með stofnun ferðasjóðsins eru mörkuð
tímamót í ferðakostnaðarmálum íþróttahreyfingarinnar. Með samningnum er komið á fót sjóði sem kemur til
móts við íþróttafélög vegna kostnaðar þeirra af ferðalögum innanlands, sérstaklega þeirra sem eiga um langan veg að fara
til þess taka þátt í viðurkenndum mótum. Markmið sjóðsins er einnig að stuðla að öruggum ferðamáta
íþróttafólks. Framlag ríkisins í sjóðinn er alls 180 milljónir króna á árunum 2007- 2009 og skiptist á
eftirfarandi hátt: 30 milljónir króna fyrir árið 2007, 60 milljónir króna fyrir árið 2008 og 90 milljónir króna. fyrir
árið 2009. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var í dag með undirritun þjónustusamnings formlega falin umsjón og
umsýsla sjóðsins. Opnað var fyrir umsóknir í sjóðinn 10. desember 2007 og rann umsóknarfrestur út 10. janúar sl. Alls bárust
umsóknir frá 138 íþróttafélögum, frá öllum héraðssamböndum ÍSÍ. Sótt var um styrk fyrir 21
íþróttagrein. Heildarkostnaður umsókna var um 260 milljónir króna en heildarkostnaður styrkhæfra umsókna var ríflega 223
milljónir króna. Í ljósi þess að um fyrstu úthlutun er að ræða og heildarumfang ferðakostnaðar lá ekki með öllu
fyrir var mikil áhersla lögð á að fá inn umsóknir fyrir allar ferðir árið 2007 sem félög þurftu að fara út fyrir
sitt sveitarfélag, á þau mót sem skilgreind voru í umsóknareyðublaði til sjóðsins. Umsóknum fyrir árið 2007 var
safnað saman og styrkupphæðir metnar með tilliti til umfangs umsókna og upphæðar ríkisstyrks.
Við mat á umsóknum var að þessu sinni tekið mið af eftirfarandi:
- Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ gátu sótt um stuðning.
- Einungis Íslandsmót og mót sem voru undanfarar Íslandsmóta voru styrkhæf.
- Einungis ferðir sem voru 150 km eða lengra aðra leið, voru styrkhæfar.
Ferðastyrkir verða greiddir út í marsmánuði.
Forsendur fyrir úthlutun 2008 verða endurskoðaðar í ljósi reynslu af úthlutun 2007.
FERÐASJÓÐUR ÍÞRÓTTAFÉLAGA
ÚTHLUTUN FYRIR ÁRIÐ 2007
Héraðssamband/íþróttabandalag Úthlutun
HHF Héraðssambandið Hrafna-Flóki 9.510
HSH Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu 1.126.007
HSK Héraðssambandið Skarphéðinn 1.121.897
HSV Héraðssamband Vestfirðinga 975.571
HSÞ Héraðssamband Þingeyinga 1.041.903
ÍA Íþróttabandalag Akraness 170.368
ÍBA Íþróttabandalag Akureyrar 8.191.050
ÍBH Íþróttabandalag Hafnarfjarðar 992.519
ÍBR Íþróttabandalag Reykjavíkur 2.751.049
ÍBS Íþróttabandalag Siglufjarðar 499.854
ÍBV Íþróttabandalag Vestmannaeyja 3.761.735
ÍRB Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 240.095
ÍS Íþróttabandalag Suðurnesja 379.395
UDN Ungmenna og íþróttasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga 7.613
UÍA Ungmenna og íþróttasamband Austurlands 3.505.123
UÍÓ Ungmenna og íþróttasamband Ólafsfjarðar 278.265
UMSB Ungmennasamband Borgarfjarðar 149.320
UMSE Ungmennasamband Eyjafjarðar 285.542
UMSK Ungmennasamband Kjalarnesþings 1.688.008
UMSS Ungmennasamband Skagafjarðar 1.175.535
UNÞ Ungmennasamband Norður Þingeyinga 19.739
USAH Ungmennasamband Austur Húnvetninga 151.654
USÚ Ungmennasambandið Úlfljótur 1.383.626
USVH Ungmennasamband Vestur Húnvetninga 81.953
USVS Ungmennasamband Vestur Skaftfellinga 12.690
FERÐASJÓÐUR ÍÞRÓTTAFÉLAGA
ÚTHLUTUN FYRIR ÁRIÐ 2007
Íþróttagrein Úthlutun
Badminton 148.117
Blak 1.480.910
Borðtennis 7.383
Fimleikar 166.228
Frjálsar íþróttir 384.350
Glíma 167.975
Golf 309.514
Handknattleikur 7.280.323
Hestaíþróttir 3.538
Íþróttir fatlaðra 233.349
Júdó 92.377
Karate 0
Keila 0
Knattspyrna 14.153.778
Körfuknattleikur 3.398.551
Siglingar 3.076
Skíðaíþróttir 642.001
Skotfimi 6.947
Sund 242.991
Skautaíþróttir 1.228.345
Akstursíþróttir 50.268