Hitt lagið er "Ó helga Nótt " og er útsetning í höndum þeirra Hvanndalsbræðra sjálfra, þar sem Kór Glerárkirkju spilar stóra rullu ásamt því að Valur Hvanndal syngur það lag. Nýr meðlimur hefur verið tekinn inn í bandið eftir að hafa þurft að leysa hinar ýmstustu þrautir. Hann heitir Arnar Tryggvason og mun spila á hljómborð í framtíðinni eru Hvanndalsbræður því aftur orðnir fimm talsins og til í allt. Hvanndalsbræður fara síðan suður yfir heiðar í lok nóvember og eyða nokkrum dögum í borginni við upptökur á glænýju efni eftir meðlimi. Stefnt er á að spýta í lófanna á nýju ári með böllum og tónleikum víðsvegar um landið.