Það verða Hvanndalsbræður sem hefja verslunarmannahelgina á Græna Hattinum eins og undanfarin ár. Hljómsveitin mun stíga á svið á morgun, fimmtudag, kl. 22 til 01:00 og verða einnig með tónleika á föstudag, laugardag og sunnudag. Á föstudags- og laugardagskvöld stígur einni reggaehljómsveitin Hjálmar á svið, sem að þessu sinni mætir með blásarasveit Jagúars, en Hjálmar hafa verið iðnir við tónleikahald að undanförnu og nýkomnir frá Noregi þar sem þeir léku á tveimur tónlistarhátíðum.
Verslunarmannahelginni líkur svo með bítladansleik með hinum einu og sönnu Bravó, sem slóu fyrst í gegn þegar þeir hituðu upp fyrir Kinks í Austurbæjarbíói árið 1964, þá aðeins 12 og 13 ára gamlir. Með þeim í för verða Ari Jónsson (Roof Tops) og Brynleifur Hallson (Comet).